Other languages:

Foreldrar standi saman

Í upphafi skólaárs er við hæfi að benda foreldrum og þeim sem starfa að málefnum barna og unglinga á Foreldrasáttamála landssamtakanna Heimilis og skóla. Sátttmálinn er forvarnarverkefni þar sem foreldrar eru hvattir til að leggja sitt af mörkum, s.s. að tryggja nægan svefn barna sinna til að styðja við námsárangur og jákvæða upplifun af skólastarfinu. Á heimasíðu samtakanna segir m.a.: „Einnig tekur samningurinn til eineltis, samábyrgðar og reglna um notkun á tækni eins og tölvuleikjum og aðgengi að netinu og farsímum en í þeim málum hafa foreldrar ekki fyrirmynd og því er mikilvægt að geta haft samráð um slíkt."

Nánar má sjá umfjöllun um sáttmálann og nálgast hann í útgáfum fyrir mismunandi skólastig á heimasíðu Landssamtakanna Heimila og skóla.