Other languages:

Foreldrar á Íslandi standa sig vel

Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2012 meðal nemenda í 8. – 10. bekk grunnskóla er komin út og þar er að finna jákvæðar niðurstöður í svörum unglinganna þegar kemur að foreldrum og uppeldi. SAMAN-hópurinn óskar foreldrum á Íslandi til hamingju með þessar niðurstöður enda snúast þær um þá þætti sem rannsóknir hafa sýnt að hafi mikið forvarnargildi þegar kemur að jákvæðum lífsstíl og líkum á áhættuhegðun, s.s. áfengis - og vímuefnaneyslu.

Í rannsókninni sem unnin er af Rannsóknum og greiningu kemur m.a. fram að fleiri unglingar segjast verja tíma með foreldrum sínum eftir að skóladegi lýkur og enn færri unglingar segjast vera úti eftir lögboðinn útivistartíma. Jafnframt segist stærstur hluti unglinganna eiga greiðan aðgang að stuðningi foreldra sinna.