Other languages:

Fljótsdalshérað fjalla um erindi SAMAN-hópsins

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók hvatningu SAMAN-hópsins, sem send var öllum sveitarstjórnum landsins nú í vor, til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar þann 6. júlí sl. Á fundinum var málið afgreitt með tillögu sem samþykkt var samhljóða. Tillagana hljóðar svo:

Bæjarstjórn tekur undir það sem fram kemur í erindinu um mikilvægi samveru barna, unglinga og foreldra. Bæjarstjórnin samþykkir að birta efni á vegum hópsins á heimasíðu sveitarfélagsins í sumar eftir því sem tök eru á. Jafnframt mun sveitarfélagið taka til greina ábendingar hópsins að því er varðar framkvæmd skipulagðra hátíða á vegum sveitarfélagsins.

SAMAN-hópurinn fagnar afgreiðslu bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og sendir þeim sumar- og samverukveðjur.