Other languages:

Fleiri sveitarfélög leggja SAMAN-hópnum lið

Garðabær hefur samþykkt styrk til SAMAN-hópsins að upphæð 100.000.- fyrir starfsemi hópsins árið 2011. SAMAN-hópurinn þakkar Garðabæ, sem og öðrum sveitarfélögum, sem standa við bakið á starfi hópsins þetta árið kærlega fyrir.

Forvarnarstarf SAMAN-hópsins tekur meginstefnu í að hvetja foreldra og styðja við bakið á foreldrum í uppeldishlutverki sínu og starfar eingöngu fyrir styrkjafé. Styrkir sveitarfélaga og sjóða eru því starfi hópsins mjög mikilvægir.