Other languages:

Bréf til foreldra 10. bekkinga

SAMAN-hópurinn hefur á hverju vori sent foreldrum 10. bekkinga sem eru að ljúka grunnskólagöngu bréf með hamingjuóskum og hvatningu til að hlúa áfram að börnum sínum með ástríki og aðhaldi. Óskað var eftir samstarfi við skólastjóra í grunnskólum við að koma bréfinu til skila að þessu sinni í gegnum tölvupóst til foreldra.  

Ágæti skólastjóri

SAMAN-hópurinn óskar eftir aðstoð skólastjóra landsins við að koma bréfi til foreldra nemenda sem voru að ljúka 10. bekk  nú í vor, í gegnum Mentor.

Þar sem mikill árangur hefur náðst í forvörnum í grunnskólum landsins, m.a. á sviði áfengis og annarra vímuefna,hefur SAMAN-hópurinn lagt áherslu á að koma upplýsingum áleiðis til foreldra þeirra sem eru að ljúka grunnskóla til að undirbúa það sem koma skal því sami árangur hefur ekki náðst í framhaldsskólum.

SAMAN-hópurinn mun fylgja þessu bréfi eftir með póstkorti nú í júní og svo aftur í ágúst, ásamt bæklingi sem sendur verður til foreldra í gegnum framhaldsskólana.

Við sem sitjum í SAMAN hópnum óskum eftir aðstoð ykkar við að koma þessu bréfi til skila, það fylgir hér með í viðhengi.

Með fyrfram þökkf.h. SAMAN hópsins,