Other languages:

Akureyrarbær styrkir SAMAN-hópinn

Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrar ákvað á fundi sínum 16. maí sl. að veita SAMAN-hópnum styrk að upphæð 50.000 kr vegna forvarnastarfs hópsins á árinu 2012.

Undanfarin ár hefur Akureyri átt fulltrúa í SAMAN-hópnum og verið dyggur samstarfs- og stuðningsaðili við verkefni SAMAN-hópsins.