Other languages:

Akranes gerist aðili að SAMAN hópnum

Umsókn Akraneskaupstaðar að SAMAN hópnum samþykkt.

Á síðasta fundi Samanhópsins, mánudaginn 3.september 2007, var tekið fyrir erindi Heiðrúnar Janusardóttur f.h. Akraneskaupstaðar um aðild að Samanhópnum. Erindinu var vel tekið og aðild Akranesbæjar samþykkt samhljóða á fundinum. Fulltrúar Samanhópsins bjóða Heiðrúnu Janusardóttur, forvarnarfulltrúa, velkomna í hópinn.