Other languages:

Áfram SAMAN inn í sumarið

Í  sumar sendir SAMAN – hópurinn  öllum foreldrum skilaboð  þar sem hvatt er til sem mestrar samveru fjölskyldunnar.   Ástæðan er einföld.

Það sýnir sig í öllum rannsóknum að því meiri sem samvera foreldra og barna mælist því betra verður mannlífið í allri sinni mynd.   Rannsóknir undangenginna ára sýna m.a. að vímuefnaneysla ungs fólks á vímugjöfum er á undanhaldi. 

Því er ekki síst að þakka að foreldrar hafa vaxið í ábyrgð sinni og  verja sífellt meiri tíma með börnum sínum.Það kemur einnig ítrekað fram að börn og unglingar óska þess að fá að vera sem mest með foreldrum í leik, starfi, gleði og ekki síst ferðast saman.

Í ljósi þessa  kemur SAMAN – hópurinn til með að birta sígild slagorð og skilaboð í helstu fjölmiðlum í sumar  til að minna okkur á þessar ágætu staðreyndir.

Foreldrar , börn , unglingar - verjum  sem mestum tíma saman í sumar í heilbrigði og gleði.   Gleðilegt sumar

SAMAN-hópurinn