Other languages:

Afrakstur stuttmyndasamkeppni

Forvarnadagurinn, jafnan kenndur við forseta Íslands, var haldinn í sjötta sinn nú í haust. Í þetta sinn voru framhaldsskólar virkjaðir með í verkefninu og haldin var stuttmyndasamkeppni þar sem nemendum framhaldsskólanna og 10. bekkingum var boðið að taka þátt. Alls bárust um 60 myndbönd í keppnina og hér eru þau þrjú sem valdin voru sigurstranglegust. Þau voru kynnt á Bessastöðum í síðasta mánuði.

Það er ósk þeirra sem að verkefninu standa að myndböndin komist til sem flestra og SAMAN-hópurinn birtir þau af ánægju á sinni síðu og óskar unga fólkinu til hamingju með frábær verkefni.

1.        Ekki byrja of snemma

2.        Bekkur í strand

3.        Áfengi og heili