Other languages:

Áfengisauglýsingar á íþróttaviðburðum

Umboðsmaður barna skrifaði bréf til ÍSÍ þar sem vakin er athygli ábendingum sem borist hafa embættinu vegna áfengisauglýsinga á viðburðum á vegum aðildarfélaga ÍSÍ og í útgefnu efni. SAMAN-hópurinn fagnar framtaki umboðsmannsins enda mikilvægt að standa vörð um rétt barna og unglinga til að eiga ekki von á slíkum auglýsingum þar sem þau eru þáttakendur. 

Á heimasíðu Umboðsmanns barna er hægt að lesa bréfið ásamt svarbréfi frá framkvæmdastjóra ÍSÍ í heild sinni.