Other languages:

Ábending til foreldra

17.júlí 2007 - Eftirlitslausar ferðir unglinga á opinberar og óopinberar uppákomur.Nokkuð hefur borið á umfjöllun í fjölmiðlum um eftirlitslausar ferðir unglinga á opinberar og óopinberar uppákomur um helgar í sumar, sem og eftirlitslaus partý í heimahúsum þar sem unglingar standa ráðþrota frammi fyrir aðstæðum sem þeir sáu ekki fyrir.Samanhópurinn hvetur foreldra til að setja börn sín og unglinga í fókus og eyða næstu helgi SAMAN - hvort sem er að heiman eða heima.