Other languages:

18 ára ábyrgð - ekki innantóm orð

Nú í vor munu foreldrar allra unglinga sem eru að klára 10. bekk grunnskólans fá bréf frá SAMAN-hópnum sem jafnframt verður fylgt eftir í haust. Þar sem mikill árangur hefur náðst í forvörnum (m.a. á sviði áfengis og annarra vímuefna) í grunnskólum landsins en það starf hefur ekki náð eins langt í framhaldsskólum, hefur SAMAN hópurinn lagt áherslu á að koma upplýsingum áleiðis til foreldra þeirra sem eru að ljúka grunnskóla til að undirbúa það sem koma skal.