Other languages:

100 ára afmæli án áfengis?

100 ára afmæli án áfengis?

Geir Bjarnason

ER HÆGT að halda upp á 100 ára afmæli án áfengis? Dagana 13. og 14. febrúar fer fram Grunnskólahátíð í Hafnarfirði sem er um leið afmælisveisla fyrir unglinga bæjarins en Hafnarfjarðarbær er 100 ára á árinu.

Geir Bjarnason

ER HÆGT að halda upp á 100 ára afmæli án áfengis? Dagana 13. og 14. febrúar fer fram Grunnskólahátíð í Hafnarfirði sem er um leið afmælisveisla fyrir unglinga bæjarins en Hafnarfjarðarbær er 100 ára á árinu.

Unglingarnir okkar vinna sjálfir við að móta og búa til stóra hátíð ár hvert sem kallast Grunnskólahátíð. Þar koma unglingarnir fram og sýna leiklist og skemmtiatriði sem þau sjálf eiga mestan heiður af. Hápunkturinn er risaball þar sem landsfrægir skemmtikraftar stíga á stokk ásamt unglingunum sjálfum. Langflestir unglingar sækja þessar skemmtanir og á annað hundrað þeirra leggja á sig umtalsverða vinnu við verkefnið.

Forvarnargildi

Grunnskólahátíðin er sannarlega skemmtun fyrir unga fólkið en er í mínum huga mikilvægt uppeldis- og forvarnaverkefni. Hátíðin er að sjálfsögðu vímulaus og foreldrar, unglingar og starfsmenn bæjarins hafa sett sér skýrar vinnureglur varðandi þessi mál. Það að vinna við að breyta hugmyndum sínum og vina sinna í raunverulegt verkefni hefur skýrt uppeldislegt gildi. Unglingunum er boðið á Grunnskólahátíðina af Hafnarfjarðarbæ en unga fólkið ákvað því að safna 100 kr. á mann og gefa til líknarmála. Og okkur tekst að fagna stórafmæli án áfengis og gefum því skýr skilaboð og erum til fyrirmyndar.

Opin sýning verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 20:00 miðvikudaginn 13. febrúar og þá eru allir bæjarbúar boðnir velkomnir.

GEIR BJARNASON,

forvarnafulltrúi Hafnarfjarðar.